Næstkomandi sunnudag, 18. júní, mun RÚV sýna beint frá A-úrslitum í öllum greinum í ungmenna og meistaraflokki.

Heimsmeistaramót Íslenska hestsins fer fram í Oirschot í Hollandi 8.-13. ágúst næstkomandi og er Reykjavíkurmeistaramót eitt þeirra úrtökumóta þar sem knapar keppa að því að verða valdir í Íslenska landsliðið sem mun keppa á heimsmeistaramótinu.

Hvetjum áhorfendur til að mæta í dalinn eða stilla á RÚV næstkomandi sunnudag og sjá okkar bestu knapa keppa um gullið.

Dagskrá RÚV næstkomandi sunnudag:

13:00 A-úrslit fjórgangur V1 ungmennaflokkur
13:30 A-úrslit fjórgangur V1 meistaraflokkur
14:00 A-úrslit tölt T2 ungmennaflokkur
14:25 A-úrslit tölt T2 meistaraflokkur

14:50 Hlé

15:05 A-úrslit fimmgangur F1 ungmennaflokkur
15:40 A-úrslit fimmgangur F1 meistaraflokkur
16:15 A-úrslit tölt T1 ungmennaflokkur
16:50 A-úrslit tölt T1 meistaraflokkur
17:25 Dagskrárlok