Fákur býður ungum félagsmönnum sérstaka aðstoð og aðstöðu til að stunda sína hestamennsku í vetur. Í hesthúsi félagsins verða 15 – 17 pláss í boði fyrir aldurshópinn 10 – 17 ára á verulega niðurgreiddu verði. Einnig verður  Karen Woodrow reiðkennari á staðnum og mun hún halda utanum um hópinn með því að aðstoða, leiðbeina  og vera hópnum til halds og traust í dagsins amstri. Karen verður m.a. með reiðtíma fyrir krakkana, heldur fyrirlestra, stjórnar umhirðu í húsinu, ríður út með hópnum osfrv.  Karen er útskrifaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur kennt með góðum árangri á svæðinu sl. ár og heldur hún líka utanum Unglinaklúbb Fáks sem hóf göngu sína í haust svo það er mikill fengur að hafa hana í hesthúsinu sem reiðkennara með krökkunum.  Það verður því skemmtilegur og fróðleiksfús hópur sem mun vera í félagshesthúsi Fáks  í vetur 🙂  En jafnframt verður helmingurinn af plássunum í félagshúsinu til útleigu fyrir aðra félagsmenn í Fáki.

Þeir sem hug hafa á því að vera með hest í hesthúsi félagsins geta sent póst á fakur@fakur.is  fyrir 20. nóv.  Þar þarf að koma fram nafn, kennitala, email og símanúmer aðstanda og hvernær áætlað er að taka inn. Athugið að það er takmarkaður fjöldi sem kemst að svo það er um að gera að skrá sig. Öllum verður svarað seinnipartinn í nóvember.

Verð fyrir hest er kr. 17.500 á mánuði fyrir 10 – 17 ára (miðað við almannaksárið 2015) og 29.500 fyrir fullorðna. Inn í því er öll umhirðar (hey, spænir, gjafir, saltsteinar osfrv.)