Miðvikudaginn 23. febrúar mun Fákskonan, líffræðiprófessorinn og hestakonan hún Hrefna Sigurjónsdóttir flytja erindi um atferli og félagshegðun íslenska hestsins.

Hrefna hefur ásamt samstarfsfólki sínu s.l. 25 ár skráð hegðun hesta, bæði félagshegðun og tímanotkun einstaklinga í margs konar hópum.  Samanburður á hópunum sýnir hver áhrifin af mismunandi samsetningu hefur á árásargirni o.fl. Niðurstöður rannsóknanna geta verið leiðbeinandi hvernig  best er að raða hestum saman í hóp. Hrefna mun auk þess ræða um hegðun hesta á húsi og bjóða upp á umræðu um það efni.

Ekki missa af afar áhugaverðu erindi sem fer fram í sal TM reiðhallarinnar klukkan 20:00.