Kæru árshátíðargestir,

Við hlökkum til að sjá ykkur á aldarafmæli Fáks í Gullhömrum á morgun. Húsið opnar 19:00 og borðhald hefst stundvíslega klukkan 20:00.

Fyrr um daginn, klukkan 13:00, ætlum við að fara í miðbæjarreið og sýna okkur og sjá aðra í tilefni afmælisins. Hvetjum alla til að mæta. Sjá nánar <hér>.