Undanfarið hefur borið á árekstrum milli göngu- og hjólreiðafólks og ríðandi umferðar.

Til að fyrirbyggja slys og neikvæða umræðu biðjum við útivistarhópa að nota þá aðstöðu sem þeim er ætluð.

Við biðjum félagsmenn Fáks sem og aðra hestamenn að nota eingöngu reiðstíga og vegi sem okkur er ætlað.

Síðast í gær barst ábending frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur um hestamann á merktum göngustíg í Heiðmörk.