Af illri nauðsyn ber að ítreka það og fyrir þá sem ekki kunna að lesa á skiltin við stóra völlin, að bannað er að aka á honum eftir kl. 12:00 á daginn. Því miður eru ekki allir að virða það og viljum við hvetja alla sem verða varir við akstur á þessum tíma að tala við fólkið og okkur um það. Stóri völlurinn er hugsaður sem öruggt útreiðarsvæði fyrir alla og í skjóli fyrir bílumferð. Eins biðjum við þá sem ríða það út að sýna tillitssemi og stilla hraða í hóf er aðrir knapar eru nálægt. Einnig þeir sem eru að reka á Asavellinum þá er það bara leyfilegt á morgnana (snemma helst).