Verið er að hefja framkvæmdir við nýja áhorfendabrekku við Hvammsvöllinn sem er þannig í laginu að hún verður með bílastæði ofan á og fyrir framan. Næstu vikur munu vörubílar keyra uppfyllingarefni og sturta á svæðinu við Hvammsvöllinn svo við biðjum alla að fara varlega við svæðið því hrossunum getur brugðið þegar sturtað er. Áætlað er að þetta taki ca 4 vikur og svo verður lokafrágangur næsta vor (fínjafnað og þökulagning).  🙂