Fimmtudaginn 6.febrúar ætlar reiðkennarinn Hrafnhildur Blöndahl að byrja með ævintýranámskeið sem er ætlað yngstu knöpunum okkar.
Námskeiðið fer fram í í TM reiðhöllinni á fimmtudögum og er 4×40 min tímar sem endar 27.febrúar. (Möguleiki á framhaldi ef næg þátttaka næst)

Boðið er uppá tvö mismunandi getustig:

Kl:16:10-16:50 Minna vanir: (knapar sem eru teymdir og fara mest fet en einnig aðeins upp á gang)​

Kl:16:50-17:30 Meira vanir: (ríða sjálf, fet tölt brokk stökk)
Verð 5000kr

Ath – reiðennari gæti breytt hópunum og aðlagað þá ef þörf er á.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á grunnþætti reiðmennskunnar í skemmtilegum hópi með þrautum og leikjum.
Skráning fer fram á sportabler