Laugardaginn 13. mars næstkomandi klukkan 11:30 verða aðrir vetrarleikar Fáks haldnir á Hvammsvellinum. Polla- og barnaflokkar verða inni í TM-reiðhöllinni.

Skráning fer fram á Sportfeng: https://skraning.sportfengur.com/
Skráning í pollaflokk fer fram á þessari slóð: Skráning á aðra vetrarleika Fáks

ATH – Ef knapi er ekki félagsmaður í Fáki þá vinsamlega sendið póst á skraning@fakur.is með ósk um skráningu í félagið. Upplýsingar um árgjald má finna hér: http://fakur.is/gerast-felagi/

Skráning er opin til miðnættis föstudaginn 12. mars.

Skráningargjald er 2000 kr, frítt fyrir polla og börn.

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að pollar og börn keppa inni í reiðhöllinni. Börn ríða upp á vinsti hönd hægt tölt og síðan frjálsa ferð. Úrslit verða riðin strax á eftir.

Aðrir flokkar keppa úti á Hvammsvelli ef aðstæður leyfa, annars á stóra hringvellinum gegnt félagsheimili Fáks.

Þar er sýnt hægt tölt og frjáls ferð til baka, 2 ferðir. Úrslit á eftir hverjum flokki og verðlaunaafhending.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Pollaflokkur (teymdir)
  • Pollaflokkur (ríðandi)
  • Barnaflokkur minna vanir – Í Sportfeng merkt: Barnaflokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 2
  • Barnaflokkur meira vanir – Í Sportfeng merkt: Barnaflokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 1
  • Unglingaflokkur – Í Sportfeng merkt: Unglingaflokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 1
  • Ungmennaflokkur – Í Sportfeng merkt: A flokkur ungmenna – Gæðingaflokkur 1
  • Konur II – Í Sportfeng merkt: B flokkur – Gæðingaflokkur 1
  • Karlar II – Í Sportfeng merkt: B flokkur – Gæðingaflokkur 2
  • Konur I – Í Sportfeng merkt: A flokkur – Gæðingaflokkur 1
  • Karlar I – Í Sportfeng merkt: A flokkur – Gæðingaflokkur 2

Fákur áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í hverjum þeirra.