Árgjald vegna aðgangs að TM-Reiðhöllinni hafa verið stofnaðar í heimabanka einstaklinga. Ekki verða sendir greiðsluseðlar í pósti. Eindagi er 4. febrúar næstkomandi en aðgangur lokast á lyklana 10. febrúar sé ekki búið að greiða eða viðkomandi lykilhafi ákveður að nota ekki reiðhöllina 2019.

Er þetta í fyrsta skipti sem greiðsluseðlar eru sendir í heimabanka sem byggja á upplýsingum úr lyklakerfinu. Það getur verið að í einhverjum tilfellum sé aðili hættur að nota reiðhöllina eða að rangur aðgangur sé skráður sem hefur svo áhrif á verðið. Ef svo er þá vinsamlega snúið ykkur til framkvæmdastjóra. Hægt er að koma við á skrifstofu hans í reiðhöllinni á virkum dögum, á tölvupósti: einar@fakur.is og í síma 898-8445.

Til upplýsingar er hér verðskrá reiðhallarinnar: