Aðalfundur Fáks verður haldinn miðvikudaginn 5. mars. Eins og segir í lögum félagsins þá þurfa framboð til stjórnar að koma viku áður en aðalfundur verður. Það bárust þrjú framboð til stjórnar en þrír stjórnarmenn hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og þökkum við þeim fyrir vel unnin störf. Þeir eða öllu heldur þær sem buðu sig fram eru Hrönn Ægisdóttir, Hrefna Karlsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir.

Minnum alla á að mæta á nk. miðvikudagskvöld.