Aðalfundur Fáks fer fram þann 29. apríl næstkomandi í félagsheimili Fáks klukkan 20:00.
Fyrir fundinum liggja lagabreytingar sem kynntar voru í fundarboði þann 31. mars síðastliðinn og hægt er að kynna sér <hér>.
Framboðsfrestur til stjórnar er liðinn og hafa eftirfarandi aðilar gefið kost á sér í stjórn Fáks.
Framboð til formanns:
Hlíf Sturludóttir
Framboð til gjaldkera:
Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir
Framboð til tveggja meðstjórnenda til tveggja ára:
- Hákon Leifsson, núverandi gjaldkeri býður sig fram til meðstjórnanda
- Sæmundur Ólafsson
- Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir, núverandi meðstjórnandi býður sig fram til áframhaldandi setu
Sigrún Valdimarsdóttir gengur úr stjórn.
Uppfært 23. apríl 2025 kl 15:40:
Í fyrra fundarboði var auglýst að kosið yrði um meðstjórnanda til eins árs. Hefur viðkomandi stjórnarmaður, Þormóður Skorri Steingrímsson, ákveðið að sitja áfram (stjórnarmeðlimir eru kostnir til 2 ára) og því er ekki kosið um hans sæti í stjórn.
Jón Guðlaugsson Nielsen dregur framboð sitt til baka.