Borist hefur ábending frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og göngufólki um að hestamenn hafi farið inn á stíga sem ekki eru ætlaðir fyrir ríðandi umferð. Nú þegar frost er að fara úr jörðu og mikil bleyta í jarðvegi eru óuppbyggðir gönguslóðar sérlega viðkvæmir og getur umferð hesta skemmt slóða og stíga.

Brýnum við fyrir hestamönnum að halda sig á uppbyggðum reiðvegum.