Fyrirlestur og sýnikennsla með Dr. Susanne Braun
þriðjudaginn 12 apríl 2016 kl 19:00 í Harðarbóli

Á milli hests og knapa liggur hnakkurinn
Oft er erfitt fyrir knapa að átta sig á því hvar hnakkurinn á að liggja.
Margt þarf að hafa í huga:

Passar hnakkurinn á hestinn ?
Hvaða áhrif hefur bygging og yfirlína á legu hnakksins ?
Skaðast hesturinn þegar hnakkurinn liggur ekki á réttum stað?
Hvers vegna rennur hnakkurinn fram?
Er hesturinn minn kvíðinn fyrir hnakknum?
Eru dýnur nytsamlegar og áhrifa valdar?

Til þess að fræða knapa og áhugafólk um hnakka sem er tengiliður á milli
hests og knapa bjóðum við upp á fyrirlestur og sýnikennslu.
Fyrst verður fjallað um byggingu og hreyfingu hestsins með knapa á baki.
Í sýnikennslu sjáum við nokkra knapa með mismunandi hesta. Við skoðum þá
hnakklausa í kyrrstöðu og svo með hnakk í reið og metum hvort hnakkurinn
passi og liggi á réttum stað. Svo biðjum við knapana að laga hnakkinn, færa
hann til eða skifta um og skoðum svo aftur hestana í reið.
Ræðum hvort við sjáum breytingu á hestunum og hvort knapinn finni mun.

Allir velkomnir.