Íslandsstofa boðar til kynningarfundar á Höfuðborgasvæðinu um markaðsverkefnið Horses of Iceland sem hófst í lok árs 2015 og stendur í fjögur ár. Verkefninu er ætlað að efla ímynd íslenska hestsins á alþjóða vettvangi og auka gjaldeyristekjur greinarinnar í heild.

Verkefnið verður fjármagnað með 25 milljón króna framlagi ríkissjóðs á ári í fjögur ár, gegn sambærilegu mótframlagi greinarinnar. Hér er gríðarlegt tækifæri fyrir okkur öll til að taka þátt í sameiginlegu markaðsstarfi fyrir íslenski hestinn – vertu með!

Íslandsstofa stýrir verkefninu og býður nú hagsmunaaðilum og áhugafólki um framgang íslenska hestsins til fundar í Hestamannafélaginu Fáki til að kynna núverandi stöðu, framtíðarsýn verkefnisins og vörumerkið okkar Horses of Iceland.

Fundurinn verður haldinn í Guðmundastofu hjá Hestamannafélaginu Fáki kl. 18:00 – 19:00 fimmtudaginn 7. april.

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Íslandsstofu, http://www.islandsstofa.is/frettir/samningur-um-fjarmognun-/694