Það má með sanni segja að Stórsýning Fáks – á Fáksspori hafi staðið undir nafni síðasta laugardagskvöld. Stórskemmtileg atriði, flottir hestar og góð stemning skópu mjög góða sýningu. Á engan er þó hallað þó nefnt sé atriðið Myrkraverk með Fákskrökkunum sem var magnað atriði þar sem flottar slaufur, myrkur og ljós náði fram gæsahúð af hrifningu á mörgum áhorfendum. Við viljum þakka öllum þeim sem komu að sýningunni og undirbúningi hennar, Sævari og Rakel sýningarstjórum, þulum, hurðarmönnum, þátttakendum og aðstoðarmönnum þeirra, styrktaraðilum og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg.