Landssamband hestamannafélaga kynnti breyttar áherslur í afreksmálum undir lok febrúar. En með þessari breytingu verður landsliðshópurinn virkur allt árið um kring og mun koma að ýmsum viðburðum sem eru til þess fallnir að styrkja liðið til árangurs og efla íþróttina í heild sinni. Þegar kemur að vali þeirra er skulu keppa fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótum og Norðurlandamótum munu þeir knapar sem eru fyrir í hópnum vera í forvali.
Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, er landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfari hans er Sigurður Vignir Matthíasson einnig úr Fáki. Valdir hafa verið 19 afreksknapar í eldri hópinn og eigum við Fáksmenn 8 knapa í hópnum en þeir eru:
- Árni Björn Pálsson
- Hinrik Bragason
- Hulda Gústafsdóttir
- Sylvía Sigurbjörnsdóttir
- Teitur Árnason
- Viðar Ingólfsson
Auk þeirra eru í hópnum titilhafar úr ungmennaflokki frá því á HM 2017 þeir:
- Gústaf Ásgeir Hinriksson
- Konráð Valur Sveinsson
Annað skref Landssambands hestamannafélaga í breyttum áherslu í afreksmálum var þegar LH tilkynni U21 landsliðshóp sinn í Líflandi nokkrum dögum eftir að eldri hópurinn var kynntur. U21 hópurinn er skipaður 16 afreksknöpum 16-21 árs sem eru í fremstu röð í hestaíþróttum hér á landi. Við Fáksmenn getum verið stolt af því að eiga 4 knapa í þessum hópi en þau eru:
- Arnar Máni Sigurjónsson 16 ára, Fákur
- Benjamín Sandur Ingólfsson 19 ára, Fákur
- Hákon Dan Ólafsson 17 ára, Fákur
- Ylfa Guðrún Svafarsdóttir 19 ára, Fákur
Við óskum þessum glæsilega hóp af knöpum innilega til hamingju með landsliðssætin.