Ekki er annað en hægt að óska Fáksmönnum til hamingju með árangurinn á nýliðnu Íslandsmót því Fáksmenn stóðu sig frábærlega og lönduðu m.a. fjórum Íslandsmeistaratitlum. Skeiðkóngurinn Sigurbjörn Bárðarson varð Íslandsmeistari í 150 m skeiði á Óðni frá Búðardal og 250 m skeiði á Andra frá Lynghaga, en einnig varð Sigurbjörn annar í töltinu á Jarli frá Miðfossum. Árni Björn Pálsson varð Íslandsmeistari í tölti á Stormi frá Herríðarhóli, en í töltúrslitunum áttum við þrjá þá efstu og fimm knapa af átta í úrslitunum. Valdimar Bergstað varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum á Tý frá Litla-Dal og urðu þeir félagar m.a. í öðru sæti í gæðingaskeiði og þriðja sæti í slaktaumatölti.

Fáksmenn voru í efstu sætum í öllum greinum og óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn. Sendum einnig hamingjuóskir til Faxa með afmælið og þökkum fyrir gott Íslandsmót.