Mannvirkjanefnd Fáks kom til fyrsta fundar í gærkvöldi (þriðjudagskvöld) en í henni eru Rúnar Bragason, Sveinn Guðsteinsson, Steinn Steinsson og Páll Briem. Mannvirkjanefnd mun hafa umsjón með svæðinu, koma með tillögur að breytingum og halda utan um framkvæmdir á svæðinu ásamt stjórn Fáks.
Margt var rætt á fyrsta fundi, m.a. kerrustæði til framtíðar, heygeymslusvæði og umgengni á svæðinu. Mannvirkjanefnd mun því láta til sín taka á næstunni því þessir menn láta verkin tala.