Á föstudagskvöldið 19. apríl ætla vinir og vandamenn að koma saman og halda skemmtikvöld í anda Jóns Helga Haraldssonar. Til eru ótal sögur og skemmtileg tilsvör frá Jóni Helga heitnum og fáir hafa verið eins heppnir og hnittnir í tilsvörum og hann. Annálaðir sögumenn eins og Elli Sig, Raggi Hinriks, Júlíus Brjánsson ofl. munu segja sögur af Jóni Helga og öðrum hestamönnum enda af nógu að taka. Helgi og Orri, synir Jóns Helga munu flytja tónlist og hljómsveit spila á eftir fyrir dansi.

Allir að mæta í félagsheimili Fáks á föstudagskvöldið 19. apríl og hefst skemmtunin kl. 20:00

Allur ágóði rennur til kaupa á legsteini á leiði Jóns Helga og eer aðgöngumiðaverðið kr. 1.500, en jafnframt verður tekið á móti frjálsum framlögum í legsteinasjóðinn.

Nefndin