Guðlaugur veitti Finni Egilssyni og Guðbjörgu Einarsdóttur, Mið-Seli, viðurkenningu vegna þátttöku í verkefninu „Gæðastýring í hrossarækt“ og tók Finnur við viðurkenningaskjalinu.

Guðlaugur veitti Finni Egilssyni og Guðbjörgu Einarsdóttur, Mið-Seli, viðurkenningu vegna þátttöku í verkefninu „Gæðastýring í hrossarækt“ og tók Finnur við viðurkenningaskjalinu.

Áhugaverður fundur um málefni hrossaræktarinnar var haldinn hjá Fáki í gær, þriðjudagskvöld. Framsögumenn, þeir Kristinn Guðnason og Guðlaugur V. Antonsson fluttu fróðleg erindi um ýmiss málefni sem hvíla á hestamönnum í dag og spunnust fjörugar umræður langt fram eftir kvöldi. Fjallað var m.a. rafræna netskráningu hrossa á kynbótasýningar, um reglubreytingar er varða hestamenn og nýtt starfsumhverfi Landsráðunauts, en sem kunnugt er þá var stofnað nýtt fyrirtæki „Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ehf.“, sem frá áramótum sameinar leiðbeiningaþjónustu búnaðarsambandanna og ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands.
Töluverð umræða varð um áverka á hrossum í sýningum og keppni og hvernig skyldi bregðast við. Sýndar voru fjölmargar myndir af áverkum og tölulegar niðurstöður á mati hugsanlegra orsakavalda, fram kom m.a. að járningar höfðu ekki verið metnar sérstaklega. Helsti áhrifavaldur, sem hægt væri að breyta til batnaðar, væri knapinn og hafa margir þróað sína reiðmennsku til betri vegar hvað þetta varðar.  Fróðlegur og góður fundur en sem oft áður vekur nokkra furðu að ekki skyldu fleiri mæta á svona fund sem hugsaður er fyrir allt höfuðborgarsvæðið, en tuttugu áhugasamir hestamenn tóku þátt í fundinum.