Miðvikudaginn 21.nóvember kl. 18:00 í félagsheimili Fáks verður haldin opin fundur fyrir félagsmenn þar sem kynntar verða hugmyndir um breytingar á deiliskipulagi á félagssvæði Fáks í Víðidal/Faxabóli. Unnið út frá hugmyndum og tillögum er komu fram á Framtíðarfundinum í fyrra og vinnufundi stjórnar nú í haust. Fulltrúi frá Reykjavíkurborg mætir á fundinn með okkur og er þessi fundur liður í að hefja vinnu með Reykjavíkurborg um framtíðar deiliskipulag á Fákssvæðinu í Víðidal/Faxabóli. Fundarstjórar verða Rúnar formaður og Dagný landslagsarkitekt. Hvetjum sem flesta félagsmenn til að koma og taka þátt í umræðunni og móta framtíðina fyrir félagssvæði Fáks.

Stjórn Fáks