Hvað er betra en góður útreiðartúr í fallegri náttúru í góðum félagsskap og upplifa vorið á sinn besta hátt?

Nú er tækifærið til að upplifa Gjáréttina og njóta fegurðar Heiðmerkunnar því Fáksfélagar ætla að fara á miðvikudagskvöldið (28. maí) ríðandi í Gjárétt. Lagt verður af stað frá Reiðhöllinni kl. 20:00 og riðið sem leið liggur upp í Gjárétt. Þar verður áð, grillað og drukkinn “heilsusafi”.

Þessi reiðtúr er upplagður fyrir einn góðan reiðhest, en þegar verður riðið úr Gjáréttinni verður hópnum tvískipt þannig annar hópurinn ríður sömu leið heim en hinn (sem er þá með tvo til reiðar) fer mun lengri leið heim (Heiðmörk, Vífilstaðavatn ofl.).

Allir velkomnir en lagt verður stundvíslega af stað frá Reiðhöllinni kl. 20:00  Ómar og Þorri verða fararstjórar.

Fáksmeðlimir

Heiðmörkin er að stórum hluta grædd upp af hrossaskít.