Boðið verður upp á pollaflokk á Reykjavíkurmótinu og verður hann á milli úrslita á sunnudeginum, eða nánar tiltekið kl. 12:20. Pollarnir koma fram á sama velli og keppendurnir, Hvammsvellinum, og verða fyrst teymdir pollar og síðan ríðandi pollar. Allir fá verðlaun og voða gaman.

Skráning á fakur@fakur.is Koma þarf fram fullt nafn, aldur,( búningur), hestur (nafn, fæðingarstaður, litur og aldur) og ef þarf að segja eitthvað skemmtilegt þá má það gjarnan koma fram).