Hestamannafélagið Fákur fer í sumar hringferð um Hruna- Skeiða- og Gnúpverjaafrétt. Lagt verður af stað í átta daga hestaferð með rekstur frá Rjúpnavöllum í Landssveit þann 16. júlí og við endum þar aftur þann 23. júlí 2012.
Gist verður í fjallaskálum í svefnpokaplássum alla leiðina. Dagleiðirnar eru frekar stuttar og þægilegar. Ættu því allir að geta komið með.

Ennþá eru 4 laus pláss í ferðina.

  1. 16. júlí Rjúpnavellir – Áfangagil (ca. 17 km.)
  2. 17. júlí Áfangagil – Gljúfurleit (ca. 34 km.)
  3. 18. júlí Gljúfurleit – Bjarnalækjabotnar (ca. 17,4 km.)
  4. 19. júlí Bjarnalækjabotnar – Fosslækur (ca. 32 km.)
  5. 20. júlí Fosslækur – Svínarnes (ca.18 km.)
  6. 21. júlí Svínárnes – Helgaskáli (ca. 25,4 km.)
  7. 22. júlí Helgaskáli – Hólaskógur (ca. 25,8 km.)
  8. 23. júlí Hólaskógur – Rjúpnavellir (ca. 28,2 km.)

Til að skrá sig í Sumarferð Fáks þarf að senda tölvupóst á hestaborg@hestaborg.is, eða hringja í síma 692-7986.
Klára þarf að borga 95.000 kr. í ferðina fyrir 9. júlí n.k. inn á reikning 0528-26-110577 – kennitala: 110577-4359
Gjaldkeri ferðanefndar er Svandís Beta Kjartansdóttir

Fararstjóri ferðarninnar er Guðmundur Valdi Einarsson (Gúndi)