Veiðitímabilið í Elliðaám er hafið og stendur til 15. september næstkomandi. Því má búast við umferð veiðimanna á bifreiðum sínum á reiðleiðum næst Elliðaám og eru það góðfúsleg tilmæli frá Fáki og SVFR að allir sýni hvort öðru tillitssemi ef þessir tveir útivistarhópar mætist á förnum vegi.
Vöndum samskiptin og flýtum okkur hægt.
Kveðja,
Hestamannafélagið Fákur
Stangveiðifélag Reykjavíkur