Næsta laugardag 26. apríl koma Harðarmenn í heimsókn í Víðidalinn. Harðarmenn leggja af stað frá Naflanum í Mosfellsbæ kl. 13:00.
Tekið verður á móti Harðarmönnum í anddyri reiðhallarinnar í Víðidal þar sem hægt verður að kaupa veitingar. Hægt er að setja hross í hólf við reiðhöllina og stóra gerðið við A-tröð.
Að venju er riðið á móti Harðarmönnum og verður lagt af stað frá stóra gerðinu í A-tröð klukkan 13:00. Þaðan verður riðið upp í Ósakot þar sem við hittum Harðarmenn klukkan 14:00.