Á næstu vikum verður farið í átak við að losa kerrur frá hesthúsunum í Víðidal og Faxabóli. Áður en til þess kemur hvetjum við kerrueigendur til að skrá sig inn á kerrusvæði Fáks en það er nú orðið afgirt og með rafmagnshliði.

Árgjald á kerrusvæðið er 20.000 kr eða 1.667 krónur á mánuði. Hægt er að skrá tvö símanúmer á hverja kerru.

Skráðar kerrur verða merktar á næstu dögum með miða sem má sjá hér hægra megin.

Reglur um kerrusvæði Fáks eru hér að neðan auk skráningarforms.

Skráðar kerrur verða merktar með eftirfarandi miða.

Reglur um kerrusvæði Fáks við Breiðholtsbraut

  1. Kerrusvæði er eingöngu fyrir skuldlausa félagsmenn Fáks.
  2. Allir leigjendur þurfa að skrá sig og kerrur sínar í formið hér að neðan.
    • Tveir aðilar (tvö símanúmer) geta verið um hverja kerru.
    • Símanúmer tengd leigjendum geta hringt í hliðið inn á svæðið til að opna það.
  3. Leigjendur greiða árgjald fyrir kerrur sínar. Greiðsluseðlar eru sendir í október ár hvert fyrir tímabilið 1. nóvember til 31. október.
    • Stjórn ákveður árgjald fyrir 1. ágúst ár hvert.
  4. Óheimilt er að geyma annað en hestakerrur á svæðinu.
  5. Óheimilt er að veita þriðja aðila aðgang að svæðinu.

Árgjald á kerrusvæði 1. nóvember 2024 til 31. október 2025.

Verð per kerru: 20.000 krónur.