Um kvöldið 29. mars verður Stórsýning Fáks með tilheyrandi flugeldasýningu og lifandi tónlist á eftir í höllinni. Æskulýðsnefnd Fáks óskar eftir ungum Fáksurum til að taka þátt í sýningunni.
Stefnt er að því að vera með tvo hópa:
- Börn á aldrinum 10-14 ára
- Unglingar og ungmenni saman í atriði
Það er lykilatriði að knapar sem skrá sig séu með þægan og meðfærilegan hest sem þolir áreiti og séu með fulla stjórn á honum!
Þjálfari barnahópsins verður Sigurbjörg Helgadóttir.
Æfingar verða 5 talsins fram að sýningu (ein aukaæfing getur bæst við ef þjálfari metur svo)
Mánudagur 3. mars kl: 18.45-19:45 Hópefli. Hittingur án hests. Reiðhöllin í C tröð
Föstudaginn 14. mars kl: 18.45-19:45 með hest. Lýsishöllin
Föstudaginn 21. mars kl:17:00-18:00 með hest. Lýsishöllin
Laugardagur 22. mars kl: 17.00-18:00 með hest. Lýsishöllin
Fimmtudaginn 27. mars kl: 17:00-18:00 mars með hest. Lýsishöllin
Börn sem vilja taka þátt í stórsýningu Fáks skrá sig í gegnum linkinn hér að neðan
https://forms.gle/B9cEiAqDFf6GWTCn6
þjálfari unglinga/ungmenna hópsins verður Birna Tryggvadóttir
Æfingar verða 5 talsins fram að sýningu (ein aukaæfing getur bæst við ef þjálfari metur svo)
Föstuadagur 7. mars kl: 17:00-18:00 Hópefli og prógramm. Hittingur án hests. Reiðhöllin í C tröð
Föstudagurinn 14. mars kl: 19:45-20:45 með hest. Lýsishöllin
Föstudaginn 21. mars kl:18:00-19:00 með hest. Lýsishöllin
Laugardagur 22. mars kl: 09:00-10:00 með hest. Lýsishöllin
Fimmtudaginn 27. mars kl: 18:00-19:00 með hest. Lýsishöllin.
Unglingar og ungmenni sem vilja taka þátt í stórsýningu Fáks skrá sig í gegnum linkinn hér að neðan
https://forms.gle/TCe7ixBjHzRx9yHJ8
Frekari upplýsingar eru hjá Vilfríði Fannberg yfirþjálfara