Með hækkandi sól byrja námskeið Kjarnakvenna aftur! Þetta verður sjöunda árið sem hópurinn æfir saman. Meginmarkmið hópsins er fyrst og fremst að efla félagstengsl kvenna innan Fáks, auka fjölbreytni í þjálfun og gleði.
Í ár verður aftur boðið upp á “leikjanámskeið fyrir stelpukonur” þar sem blandast saman kennsla, æfingar sem reyna á samhæfingu og fræðsla sem nýtist í almennum útreiðum/þjálfun. Tímarnir verða fjölbreyttir, t.d. stöðvaþjálfun, umhverfisþjálfun, parareið, einfaldari slaufuverkefni og leikir/þrautir sem hægt verður að framkvæma á tölti og jafnvel með tónlist. Einnig verða bóklegir tímar með léttri fræðslu og góðum félagsskap.

Gert er ráð fyrir tveim hópum og kennt verður á fimmtudagskvöldum kl. 19:00 – 20:00 og 20:00 – 21:00 til skiptis.

Tímarnir verða 8 talsins (6 verklegir og 2 bóklegir): Bóklegir tímar verða mánudagana 3. mars og 14. apríl. Stefnt er að því að vera með tvo hópa, skipt eftir reynslu og markmiðum.
Verð 34.500 kr

Skráning og greiðsla fer fram á sportabler

Hér að neðan er hlekkur sem að gott væri að skrá sig á til að gefa meiri upplýsingar
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSe4Lbqf-c9R7I1vw5OUrBK0EKD-XxfC2ZD6NZ2VedTrKfO-Aw/viewform

Bestu kveðjur, Karen og Sif