Almennir fundir í fundarröð stjórnar hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hrossaræktarinnar hefjast í febrúar.
Mánudaginn 10. febrúar næstkomandi klukkan 20:00 verður fundurinn haldinn í veislusal Lýsishallarinnar á annarri hæð.
Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
- Málefni hrossabænda
- Notkun keppnisdóma í kynbótamatinu
- Þróun kynbótadómsins
- Hrossaræktin almennt
Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfinni.
Fulltrúar hrossabænda og fagráðs, þau Nanna Jónsdóttir formaður stjórnar hrossabænda og fagráðs og Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur verða á ferðinni.
Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.
Heitt á könnunni!