Með aðstoð Reykjavíkurborgar hefur fundist tímabundin lausn varðandi losun taðs fyrir félagsmenn í Fáki.

Tveir verktakar sem sinnt hafa losun taðs á félagssvæði Fáks munu hafa aðgang að losunarstað í Úlfarsfelli.

Geta félagsmenn haft samband við þá beint varðandi losun taðþróa:

  • Rúnar Braga – 893 5096
  • Raggi Óla – 861 9437

Hestamenn athugið að taðið verður að vera 100% hreint og verktakar munu ekki losa taðþrær verði þeir varir við aðskotahluti.

Reykjavíkurborg hefur heimild til að loka fyrir losun á taði sé það ekki hreint.