Ef áhugi er fyrir hendi verður boðið upp á verklega kennslu fyrir yngri hópa á öllum stigum Knapamerkjanna núna í haust (nóv, des og janúar). Lágmarksfjöldi þarf að vera 3-5 í hóp.
Áhugasamir sendi póst á vilfridur@fakur.is og tilgreinið það stig sem óskað er eftir að taka ásamt nafni og aldri viðkomandi.
Hægt er að taka stöðupróf á stigum 1 og 2. Senda þarf póst á vilfríður@fakur.is.
Hægt verður að nota frístundarstyrkinn. Hægt er að velja knapamerkin sem val sem telur til eininga í framhaldsskólum.
Knapamerki 1 – verða samtals 11 tímar með prófi
Knapamerki 1 og 2 verða samtals17 tímar með prófi
Knapamerki 2 verða samtals 13 tímar með prófi
Knapamerki 3 – verða samtals 20 tímar með prófi
Knapamerki 4 – verða samtals 22 tími með prófi
Knapamerki 5 – 26 tímar með prófi