ATH – Breytt dagsetning. Bíoferðin verður á sunnudaginn 16. febrúar kl. 15.20. Síðasti skráningardagur á laugardag.

Æskulýðsnefnd Fáks hefur ákveðið að slást í för Spretturum sem ætla að sjá hestamyndina “Sigurvilji” sunnudaginn 16. febrúar kl.15:20 í Laugarásbío.

Fákur ætlar að bjóða öllum ungum Fáksurum. Miðað er við ca. 8 ára aldur og uppúr – foreldrar eru velkomnir með (en greiða fyrir sinn miða sjálfir). Til að áætla fjölda er nauðsynlegt að skrá sig í gegnum skráningarform sem fylgir hér að neðan í síðasta lagi laugardaginn 15. febrúar kl.21:00
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScXRPuZfDmX7eoR_H6MGBtkFHMyWjBamqvmmXaW84JvAbFE9A/viewform?usp=dialog

Myndin fjallar um feril hins magnaða hestamanns og tamningameistara Sigurbjörns Bárðarsonar sem er einn verðlaunaðasti íþróttamaður íslenskrar íþróttasögu. Sigurvilji varpar ljósi á mikinn sigurvegara, dýravin og baráttumann sem hefur áratugum saman verið í fremstu röð af eigin verðleikum. Saga Sigurbjörns er stórbrotin og hefur veitt mörgum innblástur til að láta ekki deigan síga og gefast ekki upp þótt á móti blási.
Myndin er framleidd af Áslaugu Pálsdóttur og Guðrúnu Hergils Valdimarsdóttur undir merkjum HEKLA FILMS.

Hlökkum til að sjá sem flesta á þriðjudaginn.