Í tilefni aldarafmælis hestamannafélagins Fák verður efnt til hátíðar í laugardaginn 23. apríl næstkomandi í Gullhömrum. Stofndagur Fáks er 24. apríl 1922 og verður því skálað á miðnætti fyrir þessu elsta hestamannafélagi landsins.

Þjóðþekktir tónlistarmenn og skemmtikraftar munu koma fram og að loknu borðhaldi verður dansað fram á nótt.

Allir félagsmenn, hestamenn og velunnarar félagsins velkomnir.

Verður auglýst nánar síðar.

Fylgist með á www.fakur.is