Á stjórnarfundi 17. nóvember var samþykkt að taka upp nýtt fyrirkomulag um reiðhallarlykla. Þannig verður einungis einn reiðhallarlykill í boði og er hann opinn frá 06:00 til miðnættis alla daga ársins. Árgjald reiðhallarlykils 2026 er 25.000 krónur.
Unglingar og ungmenni (14 – 21 árs) og 67 ára og eldri fá 50% afslátt af árgjaldi.
Börn (10 – 13 ára) greiða 7.500 krónur.
Þá var ákveðið að halda gjaldi vegna reiðkennslu óbreyttu.
Stofnaðar verða kröfur í heimabanka lyklahafa í byrjun janúar 2026.