Fréttir

Vel heppnaður aðalfundur Fáks

Aðalfundur Fáks fór fram í félagsheimilinu gærkvöldi. Á fundinum var Hjörtur Bergstað endurkjörinn sem formaður félagsins, Maríanna Gunnarsdóttir kjörin gjaldkeri félagsins til eins árs, Heiðrún Sigurðardóttir var kjörin ritari félagsins til tveggja ára og Leifur Arason og Sigurbjörn Þórmundsson meðstjórnendur til tveggja ára.

Nýkjörin stjórn vill þakka þeim félagsmönnum er mættu á fundinn fyrir skemmtilegar umræður sem sköpuðust um hin ýmsu málefni er tengjast félaginu og komandi verkefnum.

Viljum jafnframt nota tækifærið og þakka Kristrúnu Ágústsdóttur fráfarandi gjaldkera fyrir hennar störf í þágu félagsins og bjóða nýjan stjórnarmann, Sigurbjörn Þórmundsson, velkominn til starfa í þau fjölbreyttu og skemmtilegu verkefni sem bíða stjórnar næstu ár 🙂