Senn líður að Uppskeruhátið Fáks og Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Fáks. Uppskeruhátíð Fáks verður 8. desember og Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar verður 7. desember og verða báðir viðburðirnir í veislusal félagsins í TM Reiðhöllinni.

Hvetjum alla sem hafa lagt hönd á plóg fyrir félagið til að taka þátt í þessu skemmtilega kvöldi með okkur en að venju er öllum þeim sem hafa lagt vinnu til félagsins á árinu sem er að líða boðið. Ekki verða send út boðskort því biðjum við nefndarfólk að hnippa í þá sem hafa unnið fyrir nefndirnar á árinu.

Verðlaun fyrir börn og unglinga verða veitt á uppskeruhátíð æskulýðsnefndar 7. desember og verðlaun fyrir eldri flokka verða veitt á uppskeruhátíð félagsins 8. desember.

Við óskum eftir upplýsingum um árangur Fáksfélaga á mótum keppnisárið 2017. Knapar og forráðamenn knapa eru hvattir til að senda uppýsingar um árangur á netfangið marianna@arbae.is í síðasta lagi 30. nóvember.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest