Uppskeruhátíð Fáks og Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Fáks verður sunnudaginn 6. janúar klukkan 16:00 -18:00 í Félagsheimili Fáks.

Þar verða stigahæstu keppendur í öllum flokkum heiðraðir fyrir framúrskarandi keppnisárangur ásamt fleiri viðurkenningum.

Jóna Dís Bragadóttir mun halda stutta kynningu á Meistaradeild Æskunnar, Ingibjörg Guðmundsdóttir mun halda stutta kynningu á Meistaradeild í hestaíþróttum og síðan munu þær Karen Woodrow og Sif Jónsdóttir munu halda stutta kynningu á því starfi sem þær eru að vinna með Kjarnakonum og í félagshesthúsinu.

Uppskeruhátíðin er opin öllum og hvetjum við alla þá sem hafa lagt hönd á plóg fyrir félagið, keppendur og aðstandendur þeirra til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði með okkur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest 🙂