Uppskeruhátið Fáks verður haldin 28. nóvember nk.  Að venju er þeim sem hafa starfað vel fyrir félagið boðið á þessa skemmtun og viljum við biðja nefndarformenn að útbúa lista yfir þá sem hafa unnið með nefndunum og senda okkur hann.

Allir duglegir og skemmtilegir félagsmenn sem telja sig hafa gert vel fyrir félagið í ár eru beðnir að senda okkur póst á fakur@fakur.is til að komast á boðslistann.