Uppskeruhátíð barna og unglinga fer fram í félagsheimili Fáks fimmtudaginn 6. Nóvember og hefst kl:18.00

  • Verðlaunaðir verða stigahæstu knapar ársins í barna og unglingaflokki
  • Veittar verða viðurkenningar fyrir þátttöku á stórmótum
  • Veittar verða viðurkenningar til þeirra knapa sem hafa klárað knapamerkjastig
  • Pollar sem hafa keppt á vegum Fáks á árinu 2025 fá viðurkenningu

Það verður brandarakeppni, spurningarkeppni og sýndar verða myndir og myndbönd frá starfinu og keppnistímabilinu.
Börn og unglingar eru hvött til að mæta í snyrtilegum klæðnaði (ekki í hestagallanum)

Fákur býður félagsmönnum í mat og hvetjum við öll börn og unglinga, foreldra og ömmu og afa til að mæta og eiga saman skemmtilega kvöldstund.

Til að geta áætlað mat fyrir kokkinn þá óskum við þess að þeir sem ætla að koma skrái sig í meðfylgjandi form: https://forms.gle/B5sUb8nCc7AapuAU9