Uppskeruhátíð barna og unglinga var haldin hátíðlega þann 6. nóvember síðastliðinn þar sem veittar voru viðurkenningar og verðlaunaðir þeir knapar sem náð hafa framúrskarandi keppnisárangri á árinu. Veittar voru hvatningar viðurkenningar til þeirra knapa sem að tóku þátt fyrir hönd félagsins á stórmótum eins og Reykjavíkurmeistaramóti eða Íslandsmóti. Þá var þátttakendum á knapamerkjanámskeiðum á árinu veitt hvatningarverðlaun til að halda áfram námi til að öðlast þá þekkingu og færni sem nám í knapamerkjunum veitir þátttakendum.

Síðast en ekki síst voru svo veittar hvatningar viðurkenningar til allra barna sem kepptu í pollaflokki fyrir hönd félagsins í ár, hvort sem það var á vetrarleikum, í firmakeppni eða á Reykjavíkurmeistaramóti. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með yngstu knöpunum vaxa og dafna og öðlast meiri færni  á hestunum sínum.

Það var margt um manninn á hátíðinni en hátt í 130 gestir mættu, bæði fullorðnir og börn. Til gamans má geta að tveir yngstu gestirnir voru einungis 6 og 7 mánaða gamlir.

Eyþór Wöhler í HúbbaBúbba kom sem leynigestur og tryllti gestina með vinsælustu lögum sveitarinnar.

Lilja Rún Sigurjónsdóttir U-21 árs landsliðsknapi var með flotta kynningu á hátíðinni þar sem hún sagði frá reynslu sinni af því að vera valin í íslenska landsliðið í hestaíþróttum og för hennar á Heimsmeistaramótið í Sviss með hestinn sinn Arion frá Miklholti.

Slegið var á létta strengi með Kahoot spurningarkeppni og brandarakeppni sem Gísli Valberg Kristjansson sá um. Það voru margir flottir brandara sem heyrðu dagsins ljós en það voru skvísurnar Rebekka Karen Kristjánsdóttir, Laufey Kara Kjartansdóttir og Þórunn Eyja Kjartansdóttir sem áttu besta brandarann að mati dómara og voru verðlaunaðar með pakka frá Líflandi.

Þeir knapar sem að hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi keppnisárangur á árinu 2025 eru:

Barnaflokkur drengir Oliver Sirén Matthíasson

Oliver átti frábært ár á keppnisbrautinni og ber þar hæst Íslandsmeistaratitill í slaktaumatölti T4 á Íslandsmóti barna og unglinga í sumar. Þá varð Oliver í 3. sæti í á sama móti í fjórgangi V2 og átti einnig flottan árangur í tölti T3 og Gæðingatölti. Á Reykjavíkurmeistaramóti varð hann einnig Reykjavíkurmeistari í slaktaumatölti T4

Barnaflokkur stúlkur Valdís Mist Eyjólfsdóttir

Valdís Mist átti glæsilegt ár á keppnisbrautinni en hún varð Reykjavíkurmeistari í tölti T3 ásamt því að eiga góðan árangur í öðrum greinum. Á Íslandsmóti barna og unglinga varð hún í 3. sæti í Gæðingatölti ásamt því að vera í A-úrslitum í tölti T3 og B-úrslitum í barnaflokki gæðinga.

 

Unglingaflokkur drengir Ragnar Snær Viðarsson

Ragnar Snær er harðduglegur keppnismaður og endurspeglaðist það af árangri hans á árinu. Á Íslandsmóti barna og unglinga varð hann í 2. sæti í fjórgangi V1 og 6. sæti í fimmgangi F1. Á Reykjavíkurmeistaramóti varð hann einnig annar í fjórgangi V1 og 250m skeiði ásamt því að hann átti góðan árangur í öðrum greinum. Þá átti hann flottan árangur í Meistaradeild Æskunnar í vetur.

Unglingaflokkur stúlkur Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Lilja Rún átti glæsilegan árangur í ár en hún var valin í landsliðshóp ungmenna í Íslenska landsliðið í hestaíþróttum og keppti fyrir okkar hönd á heimsmeistaramótinu í Sviss. Á mótinu varð hún í öðru sæti í slaktaumatölti T2 og einnig í tölti T1. Glæsilegur árangur hjá henni. Á Íslandsmóti barna og unglinga varð hún Íslandsmeistari í fjórgangi V1 og í Gæðingaskeiði. Hún var í A-úrslitum í tölti T1 og slaktaumatölti T2 ásamt því að vera í topp 5 í skeiðgreinum. Þá er hún margfaldur Reykjavíkurmeistari og vann hún einnig Meistaradeild Æskunnar í ár.

Á Íslandsmóti í barnaflokki náðu 6 af 7 knöpum frá Fáki í A eða B úrslit og landaði Oliver Sirén Matthíasson Íslandsmeistara titli. Í unglingaflokki náðu 6 af 8 knöpum í A eða B úrslit og Lilja Rún Sigurjónsdóttir landaði tveimur Íslandsmeistaratitlum.  Frábær árangur ungra Fáksara á árinu og eftirtektarvert hvað þessir knapar sýna mikla elju og ástundun við þjálfun og prúðmannlega og íþróttamannslega framkomu bæði innan vallar sem utan.

Þeir knapar sem fengu viðurkenningu fyrir þátttöku á stórmóti eru eftirfarandi:

Börn

Alexander Þór Hjaltason
Emilía Íris Ívarsdóttir Sampsted
Emma Gabríela Sindradóttir
Elísabet Emma Björnsdóttir
Guðrún Lára Davíðsdóttir
Helga Rún Sigurðardóttir

Líf Einarsdóttir Isenbugel
Hrafnar Freyr Leosson
Jóhanna Lea Hjaltadóttir
Líf Einarsdóttir Ísenbuegel
Sólbjört Elvira Sigurðardóttir

Unglingar 

Ásdís Mist Magnúsdóttir
Bertha Líf Bergstað
Camilla Dís Ívarsdóttir
Gabriel Liljendal Friðfinnsson
Gylfi Valur Gíslason
Jóna Kolbrún Halldórsdóttir
Lilja Rún Sigurjónsdóttir
Ragnar Snær Viðarsson
Sigurður Ingvarsson
Viktor Leifsson
Þórhildur Helgadóttir

Þeir knapar sem fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í knapamerkjastigunum eru:

  • Alexander Þór Hjaltason
  • Ellý Ohm Bjarnadóttir
  • Embla Siren Matthíasdóttir
  • Guðrún Lára Davíðsdóttir
  • Helga Rún Sigurðardóttir
  • Jóhanna Lea Hjaltadóttir
  • Katrín Diljá Andradóttir
  • Líf Isenbulg Einarsdóttir
  • Oliver Siren Matthíasson
  • Pétur Waldorf
  • Ragnhildur Davíðsdóttir
  • Valdís Mist Eyjólfsdóttir

Þessi verðlaun eru hvatningarverðlaun til allra ungra Fáksara til að hafa það að markmiði og metnaði að klára öll 5 stigin. Knapamerkjastigin eru frábær leið til að læra að bæta sig og hestinn sinn og gera það markvisst stig af stigi.

Að lokum viljum við þakka öllum gestum fyrir samveruna og hátíðlega stund. Einnig þökkum við öllum þeim aðilum kærlega fyrir sem styrktu hátíðina.