Jafnréttisstefna

Hestamannafélagið Fákur (Fákur) leggur ríka áherslu á jafnrétti og virðingu í öllu sínu starfi. Félagið vill stuðla að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. Einstaklingar eiga rétt á að vera metnir að verðleikum sínum. Stefnan byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og leiðbeiningum ÍSÍ og Jafnréttisstofu.

Með þessari jafnréttisstefnu er markmiðið:

  • Að tryggja jöfn tækifæri til þátttöku í allri starfsemi félagsins.
  • Að útrýma hvers kyns mismunun, áreitni, kynbundnu ofbeldi, ógnandi hegðun og staðalímyndum.
  • Að stuðla að fjölbreytileika og virðingu í samskiptum.
  • Að tryggja að ákvarðanataka og skipulag félagsins endurspegli jafnréttissjónarmið.
  • Að framfylgja 23. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10 frá 2008 en þar kemur fram að kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi.
  • Að íþróttastarfið og aðstæður innan þess séu reglulega skoðaðar og endurmetnar til að skapa öllum jöfn tækifæri.

Megináherslur í jafnréttismálum hjá félaginu eru:

  1. Fákur gætir jafnréttis við úthlutun tíma, aðstöðu og fjármagns.
  2. Fákur gætir jafnréttis í allri umfjöllun á vefsíðu/í fjölmiðlum og í öllu efni sem félagið lætur frá sér.
  3. Fákur gætir jafnréttis við formlegar verðlaunaafhendingar hjá félaginu.
  4. Fákur veitir konum og körlum jafna möguleika til starfa og setu í stjórnum, ráðum og nefndum.
  5. Fákur leitast eftir að greiða konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf.
  6. Fákur líður ekki einelti, fordóma, kynbundna eða kynferðislega áreitni.

Jafnréttisstefna þessi tekur til allrar starfsemi félagsins, þ.e. þjálfunar, móta og keppni, félagsstarfs, stjórnarstarfa, vinnuferla, ráðninga, samskipta og viðburða og nær til iðkenda, þjálfara, stjórnar, nefnda, starfsfólks og allra þeirra sem koma að starfinu. Árlega verður gerð úttekt á stefnunni og farið yfir markmið hennar og stöðu mála.

Jafnréttisáætlun

  1. Fákur gætir jafnréttis við úthlutun tíma, aðstöðu og fjármagns.
    • Fákur úthlutar jafn mörgum tímum til æfinga til beggja kynja sem stunda æfingar innan félagsins og sömu aðstöðu og aðbúnað við æfingar.
    • Samræmi er fjárveitingum innan félagsins til kynja. Málefnaleg rök skulu vera fyrir frávikum og skulu þau heyra til undantekninga.
Aðgerð Mælikvarði Ábyrgð Tímarammi
Jöfn úthlutun og aðgengi að reiðtímum og aðstöðu. Mæling á fjölda tíma eftir kyni. Framkvæmdastjóri Árlega
Að allir hafi sömu tækifæri þegar kemur að fjárveitingum innan félagsins. Samanburður á fjárveitingum til kynja. Framkvæmdastjóri Árlega
  1. Fákur gætir jafnréttis í allri umfjöllun á vefsíðu/í fjölmiðlum og í öllu efni sem félagið lætur frá sér.
    • Þess er gætt að umfjöllun um bæði kynin sé sem jöfnust, eftir því sem við á, á vefsíðum félagsins og í öllu efni sem félagið lætur frá sér fara t.d. útgáfu og fréttatilkynningum. Á þetta bæði við um texta og myndefni.
    • Á opinberum samkomum, í fjölmiðlum og annars staðar koma bæði konur og karlar fram fyrir hönd félagsins.
    • Fyrirmyndir eru kynntar á ígrundaðan hátt og þess gætt að þær séu af báðum kynjum og endurspegli þær áherslur sem eru hjá félaginu.
    • Félagið vinnur markvisst gegn staðalímyndum með því að leitast við að jafna kynjahlutföll meðal iðkenda. Á þetta við jafnt í starfi sem og allri umfjöllun um starfið.
Aðgerð Mælikvarði Ábyrgð Tímarammi
Fjallað er jafnt um bæði kyn í allri umfjöllun, eftir því sem við á, hvort sem er á vefsíðu, í fjölmiðlum eða öðru útgefnu efni. Mæling á fjölda frétta á heimasíðu og kynjagreint eftir því sem hægt er. Framkvæmdastjóri Árlega
Bæði konur og karlar koma fram fyrir hönd félagsins á opinberum samkomum, í fjölmiðlum og annars staðar. Mæling á hlutfalli stjórnenda og starfsmanna sem vegna starfs síns koma fram fyrir hönd Fáks. Framkvæmdastjóri Árlega
Markmið félagsins er að fyrirmyndir séu af báðum kynjum. Mæling á umfjöllun um afreksfólk og sjálfboðaliða á miðlum félagsins. Framkvæmdastjóri Árlega
Unnið markvisst gegn staðalímyndum með því að jafna, eftir því sem hægt er, kynjahlutfall meðal iðkenda og þjálfara. Mæling á fjölda iðkenda og þjálfara eftir kyni. Framkvæmdastjóri Árlega
  1. Fákur gætir jafnréttis við formlegar verðlaunaafhendingar hjá félaginu.
    • Verðlaun til beggja kynja eru sambærileg.
Aðgerð Mælikvarði Ábyrgð Tímarammi
Að veita sömu eða sambærileg verðlaun. Mæling á fjölda verðlauna og úttekt á verðlaunum eftir kyni og íþróttagreinum. Framkvæmdastjóri Árlega
  1. Fákur veitir konum og körlum jafna möguleika til starfa og setu í stjórnum, ráðum og nefndum.
    • Fákur mun vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan félagsins. Gætt er að því að hafa kynjahlutfall starfsfólks/þjálfara sem jafnast.
    • Fákur mun vinna að því að hafa hlutfall kynjanna sem jafnast í stjórn, ráðum og nefndum.
Aðgerð Mælikvarði Ábyrgð Tímarammi
Að jafna hlut kynja innan félagsins með því að skapa starfsumgjörð sem hentar báðum kynjum. Mæling á fjölda starfsmanna skipt eftir kyni og starfi. Framkvæmdastjóri Árlega
Að hvetja aðila af báðum kynjum til setu í nefndum og stjórnum á vegum félagsins. Fjöldi nefndar og stjórnarmeðlima eftir kynjum. Stjórn félagsins Árlega
  1. Fákur leitast eftir að greiða konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf.
    • Kynin njóti sömu launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf hjá félaginu. Laun eru ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla og viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun skulu ekki fela í sér kynjamismun.
Aðgerð Mælikvarði Ábyrgð Tímarammi
Að greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Mæling á launum og hlunnindum skipt eftir kyni og starfsheitum. Framkvæmdastjóri Árlega
  1. Fákur líður ekki einelti, fordóma, kynbundna eða kynferðislega áreitni.
    • Kynferðisleg áreitni og einelti er framkoma og hegðun sem ekki er liðin innan félagsins. Þeir sem verða fyrir kynferðislegri áreitni og/eða einelti eiga að snúa sér til framkvæmdastjóra sem hefur þá skyldu að koma málinu í réttan farveg. Skulu þessi mál fara í þann farveg sem greint er frá í aðgerðaáætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun.
  • Með kynferðislegri áreitni er átt við kynferðislega hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn og á það jafnframt við um klám hvort sem er í myndum eða máli. Klám, í hvaða mynd sem er telst einnig kynferðisleg áreitni.
  • Með einelti er átt við hvers konar athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.
Aðgerð Mælikvarði Ábyrgð Tímarammi
Kynna viðbragðsáætlun fyrir starfsfólki, sjálfboðaliðum, þjálfurum, iðkendum og nefndar- og stjórnarfólki. Viðbragðsáætlun kynnt á vefsíðu og samfélagsmiðlum félagsins. Framkvæmdastjóri Árlega