Hegðunarviðmið

Hegðunarviðmið fyrir þjálfara, iðkendur, foreldra/forsjáraðila, stjórnarmenn og starfsfólk.

Samþykkt á fundi stjórnar þann 22. september 2025.

Hegðunarviðmið fyrir þjálfara

  1. Komdu fram af virðingu
    1. Komdu eins fram við alla iðkendur óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
    2. Berðu virðingu fyrir einstaklingnum óháð getu eða metnaði til að ná árangri.
    3. Berðu virðingu fyrir mótherjum, foreldrum/forsjáraðilum, dómurum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og öðru starfsfólki og stuðlaðu að því að iðkendur geri slíkt hið sama.
  2. Vertu heiðarleg(ur)
    1. Farðu eftir reglum íþróttagreinarinnar, haltu á lofti heiðarleika (fair play) og hvettu iðkendur til að gera það líka.
    2. Stuðlaðu að jákvæðu og íþróttalegu umhverfi sem er laust við vímuefni og árangursbætandi lyf.
    3. Gættu trúnaðar og sýndu aðgætni við meðferð og vörslu persónuupplýsinga. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera af brýnni nauðsyn og í samræmi við lagaboð.
    4. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar sem þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.
  3. Vertu góð fyrirmynd bæði innan sem utan vallar
    1. Allir iðkendur eiga skilið að fá athygli og jöfn tækifæri.
    2. Leggðu þig fram þannig að iðkendur fái sem mest út úr æfingunni.
    3. Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur.
    4. Ýttu undir heilbrigðan lífsstíl með góðu fordæmi.
  4. Berðu virðingu fyrir þjálfarastarfinu
    1. Gerðu kröfur til þín varðandi málfar, hegðun, stundvísi, undirbúning og kennslu/þjálfun.
    2. Sýndu íþróttinni og félaginu virðingu og virtu reglur.
    3. Leggðu metnað þinn í starfið og leitaðu leiða til að auka þekkingu þína.
    4. Skipuleggðu starfið með tilliti til getu og þroska iðkenda.
    5. Vertu óhræddur við að leita eftir samstarfi við aðra þjálfara eða sérfræðinga.
    6. Taktu leiðtogahlutverk þitt alvarlega og nýttu stöðu þína á uppbyggilegan hátt.
    7. Haltu iðkendum og aðstandendum upplýstum um þjálfunina.
  5. Það sem er iðkandanum fyrir bestu
    1. Gættu að öryggi í umhverfi og að aðbúnaður hæfi aldri og þroska iðkenda.
    2. Settu heilsu og heilbrigði iðkenda á oddinn og varastu að setja þá í aðstöðu sem ógnað getur heilbrigði þeirra.
    3. Sýndu athygli og umhyggju þeim sem orðið hafa fyrir meiðslum og þeim sem leita til þín vegna andlegrar vanlíðunar.
  6. Ofbeldi er ekki liðið í íþróttahreyfingunni!
    1. Vertu vakandi og beittu þér gegn öllu ofbeldi: líkamlegu, kynferðislegu og andlegu.
    2. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða með öðrum hætti.
    3. Forðastu líkamlega snertingu við iðkendur, nema þar sem hún er nauðsynlegur hluti þjálfunarinnar.
    4. Þér ber skylda til að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef grunur leikur á að barn hafi verið vanrækt, því misþyrmt eða búi við aðstæður sem geta lagt heilsu þess og þroska í hættu.

Code of conduct for coaches

    1. Be respectful in your conduct
      1. Treat every athlete the same, irrespective of age, gender, race, sexual orientation, disability, political opinions, origin, religion or social standing.
      2. Show respect for the individual, irrespective of his/her competence or ambition to succeed.
      3. Show respect for the opponent and promote all athletes to do the same.
    2. Be honest
      1. Follow the rules of your sport, emphasize honesty (fair play) and encourage the athletes to do the same.
      2. Promote a positive and sporty environment, free of narcotics and performance enhancing drugs.
      3. Exercise utmost confidentiality and caution when handling and possessing personal information. Exemption from the rule of confidentiality may only take place if there is a pressing need to do so and if this conforms to law.
      4. Never participate in betting, gambling or trading in connection with sports events whose outcome you may affect.
    3. Be a good role model both inside and outside the sports arena
      1. All athletes deserve attention and equal opportunity.
      2. Do your utmost to see to it that the athletes get the most out of their training.
      3. Be fair, considerate and honest.
      4. Promote a healthy lifestyle by setting a good example.
    4. Respect the work and duties of the coach
      1. Make demands upon yourself regarding use of words, conduct, punctuality, preparation and teaching/training.
      2. Show respect for the sport and the club and abide by the rules.
      3. Exercise ambition in your work and seek ways to expand and increase your knowledge.
      4. Plan your work with respect to the competence and maturity of the athletes.
      5. Be unafraid to seek collaboration with other coaches or experts.
      6. Take your leadership role seriously and use your position in a constructive manner.
      7. Keep the athletes and their relatives informed about the training.
    5. What serves the athlete the best?
      1. Ensure a safe environment and that the facilities suit the age and maturity of the athletes.
      2. Place the health and safety of the athletes at the top of your priorities, and refrain from placing them in situations that might jeopardize their health and safety.
      3. Pay attention and show care for those who have suffered injuries and those who turn to you because of mental discomfort.
    6. Violence is not tolerated in the sports movement
      1. Be alert and take necessary steps against any violence, i.e. physical, sexual and mental
      2. Do not abuse your position and power sexually or in any other manner.
      3. Refrain from making physical contact with the athletes unless this is a vital part of the training.
      4. You are obligated to notify the child protection service if there is any suspicion of a child having been neglected, abused or lives in circumstances that may jeopardize his/her health and development.

Hegðunarviðmið fyrir iðkendur

  1. Komdu fram af virðingu
    1. Komdu eins fram við alla óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
    2. Berðu virðingu fyrir einstaklingum óháð getu eða metnaði til að ná árangri.
    3. Sýndu íþróttinni virðingu og virtu reglur hennar, venjur og siði.
    4. Berðu virðingu fyrir andstæðingum, dómurum, foreldrum/forsjáraðilum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og öðru starfsfólki.
    5. Leggðu þitt að mörkum til að skapa jákvætt andrúmsloft sem er laust við líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi.
  2. Vertu heiðarleg(ur)
    1. Farðu eftir reglum íþróttarinnar og komdu fram af fullkomnum heilindum og háttvísi gagnvart sjálfum þér og öðrum.
    2. Leggðu þitt að mörkum til að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi sem er laust við vímuefni og árangursbætandi lyf.
    3. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar sem þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.
  3. Vertu góð fyrirmynd bæði innan sem utan vallar
    1. Berðu ábyrgð á eigin hegðun.
    2. Gerðu þitt besta þannig að þú fáir sem mest út úr æfingunni.
    3. Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur og hafðu það hugfast að þú ert fyrirmynd yngri iðkenda.
    4. Tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl.
    5. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða með öðrum hætti.

Code of conduct for athletes

  1. Conduct yourself with dignity
    1. Treat everyone the same irrespective of age, gender, race, sexual orientation, disability, political opinions, origin, religion or social standing.
    2. Show respect for individuals irrespective of his/her competence or ambition to succeed.
    3. Show respect for the sport, and abide by its rules, customs and practices.
    4. Show respect for the opponents, the referees, the parents/custodians, the volunteers, the coaches and other staff.
    5. Contribute to creating a positive atmosphere, free of physical, mental and sexual violence.
  2. Be honest
    1. Follow the rules of your sport and conduct yourself with perfect integrity and courtesy, both towards yourself and others.
    2. Contribute to create a positive atmosphere and an environment free of narcotics and performance enhancing drugs.
    3. Never participate in betting, gambling or trading in connection with sports events where you might affect the outcome. Never provide information about sports that you personally or others might profit from.
  3. Be a good role model, both on and outside the field
    1. Be responsible for your own actions and conduct.
    2. Do your utmost in order to get the most out of your training.
    3. Be fair, considerate and honest, and bear in mind that you are a role model for younger athletes.
    4. Adopt and exercise a healthy lifestyle.
    5. Do not misuse your position and authority through sexual behavior or by other means.

Hegðunarviðmið fyrir foreldra/forsjáraðila

  1. Mundu að barnið þitt er í íþróttum sín vegna, en ekki þín vegna.
  2. Hvettu barnið til þátttöku í íþróttum, en ekki þvinga það.
  3. Hvettu öll börn, ekki bara þitt.
  4. Sýndu jákvæðni, líka þegar á móti blæs.
  5. Berðu virðingu fyrir öllum iðkendum, dómurum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og öðru starfsfólki.
  6. Berðu virðingu fyrir réttindum barna, hvert barn er einstakt.
  7. Mundu að þjálfarinn þjálfar en foreldrar hvetja.
  8. Upplýstu um stríðni, einelti eða áreitni.
  9. Sýndu starfi félagsins virðingu og vertu virkur þátttakandi.
  10. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða öðrum hætti.
  11. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar sem þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.
  12. Þér ber að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef grunur leikur á að barn hafi verið vanrækt, því misþyrmt eða búi við aðstæður sem geta lagt heilsu þess og þroska í hættu.

Guidelines for conduct of parents/custodians

  1. Remember your child is in sports for him-/herself, not for you.
  2. Encourage your child to participate in sports –  do not force the child to do so.
  3. Encourage all children, not only yours.
  4. Be positive in your attitude, also when the results in sports could be better.
  5. Show respect for all athletes, the referees, the volunteers, coaches and other staff.
  6. Show respect for the children’s rights – every child is unique.
  7. Remember that the role of the coach is to train, while the parents’ role is to encourage.
  8. Inform in instances of teasing, mobbing or harassment.
  9. Show respect for the club’s activities and be an active participant.
  10. Do not misuse your position and authority through sexual behavior or by other means.
  11. Never participate in betting, gambling or trading in connection with sports events whose results you may impact. Never provide information about sports from which you personally or others might profit.
  12. You should notify the child protection service if there is suspicion of a child having been neglected, abused or lives in circumstances that may jeopardize his/her health and development.

Hegðunarviðmið fyrir stjórnarmenn og starfsfólk

  1. Komdu fram af virðingu
    1. Komdu eins fram við alla óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
    2. Berðu virðingu fyrir skoðunum annarra.
  2. Vertu heiðarleg(ur)
    1. Farðu eftir reglum íþróttahreyfingarinnar, haltu á lofti heiðarleika (fair play) og hvettu félagsmenn til að gera það líka.
    2. Stuðlaðu að jákvæðu og íþróttalegu umhverfi sem er laust við vímuefni og árangursbætandi lyf.
    3. Gættu fyllsta trúnaðar þar sem við á.
    4. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar sem þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.
    5. Forðastu eða tilkynntu fjárhagslega og persónulega hagsmunaárekstra.
  3. Vertu félagsmönnum góð fyrirmynd
    1. Vertu ávallt til fyrirmyndar varðandi hegðun og framkomu, bæði innan félags og utan.
    2. Virtu lýðræðisreglur og gagnsæi við ákvarðanatöku og stjórnaðu samkvæmt reglum um ábyrga fjármálastjórn.
    3. Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur.
    4. Leggðu metnað í starfið og berðu ábyrgð á eigin hegðun.
    5. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða
  4. Berðu virðingu fyrir starfsemi félagsins
    1. Þekktu lög og reglur félagsins.
    2. Stattu vörð um anda og gildi félagsins.
    3. Hafðu lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri.
    4. Sýndu íþróttum virðingu og virtu reglur þeirra, venjur og siði.
    5. Sýndu öllum iðkendum, dómurum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og starfsfólki virðingu og stuðlaðu að því að iðkendur og félagsmenn geri slíkt hið sama.
    6. Þér ber skylda til að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef grunur leikur á að barn hafi verið vanrækt, því misþyrmt eða búi við aðstæður sem geta lagt heilsu þess og þroska í hættu.

Code of conduct for board members and staff

  1. Conduct yourself with integrity.
    1. Treat everyone the same, irrespective of age, gender, race, sexual orientation, disability, political opinions, origin, religion or social standing.
    2. Respect the opinions of others.
  2. Be honest
    1. Abide by the rules of the sports movement, promote honesty (fair play) and encourage all club members to do the same.
    2. Promote a positive and sporty environment, free of narcotics and performance enhancing drugs.
    3. Exercise utmost confidentiality when appropriate.
    4. Never participate in betting, gambling or trading in connection with sports events whose outcome you may affect. Never provide information about sports that could generate monetary profit for you or others.
    5. Avoid or notify financial and personal conflicts of interests.
  3. Be a good role model for club members
    1. Always exercise exemplary conduct and behavior, both within and outside the club.
    2. Honor democratic rules and transparency in your decision-making and supervise in conformity with the Rules on Responsible Financial Management.
    3. Be fair, considerate and honest.
    4. Exercise ambition in your work and responsibility for your own conduct.
    5. Do not misuse your position and authority through sexual behavior or by other means.
  4. Respect the club’s activities
    1. Know the statutes and rules of the club.
    2. Safeguard the spirit and values of the club. Respect democratic work procedures.
    3. Show respect for sports, and respect their rules, customs and practices.
    4. Exercise respect towards all athletes, the referees, the coaches and the staff, and promote the athletes and the club members doing the same.
    5. You are obligated to notify the child protection service if there is any suspicion of a child having been neglected, abused or lives in circumstances that may jeopardize his/her health and development.