Fjármálastjórnun

Stefna félagsins:

  • Stefna félagsins er að rekstur þess sé sjálfbær og hann standi fjárhagslega undir sér, til þess að hann geti stutt við uppbyggilegt og árangursríkt starf félagsins.
  • Stefnt skal að hallalausum rekstri ár hvert, þ.e. að tekjur dugi fyrir öllum gjöldum félagsins.
  • Félagið er rekið með styrkjum frá Reykjavíkurborg, félagsgjöldum, fjáröflunum ýmissa nefnda félagsins, útleigu fasteigna, öðrum styrkjum, auglýsingum o.s.frv.
  • Ávallt skal staðið við gerða samninga og staðið í skilum með greiðslur. Allur rekstur félagsins skal vera sýnilegur og í samræmi við landslög.
  • Gjaldkeri er ábyrgur fyrir fjármálum félagsins og eru allar greiðslur óheimilar án samþykkis hans.
  • Formaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri hafa reglubundið eftirlit eftir fjármálum félagsins og bera raunstöðu fjárhagsbókhalds saman við áætlun þess til þess að fylgjast með þróun í fjárhagslegum rekstri þess og leggja fram rauntölur rekstrar samanborið við áætlun fyrir stjórn félagsins.
  • Félagið færir bókhald sitt samkvæmt leiðbeiningum ÍSÍ um fjárreiður íþróttahreyfingarinnar (https://www.isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Log-og-reglugerdir/leidbeiningar_um_fjarreidur.pdf) eftir því sem við á og samkvæmt lögum nr. 145/1994 um bókhald.
  • Ársreikningur félagsins er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum og byggir í meginatriðum á kostnaðarverðsreglu með þeirri undantekningu að fasteignir og lóðir eru endurmetnar miðað við fasteignamat hverju sinni.
  • Fjárhagsáætlanir skulu gerðar fyrir hvert rekstrarár. Leggja skal fjárhagsáætlun fram á aðalfundi félagsins til samþykktar. Nýta skal fjárhagsáætlanir til virks eftirlits með fjárhag félagsins.
  • Að ekki sé stofnað til fjárskuldbindinga fyrir utan hefðbundinn rekstur félagsins nema heimild stjórnar liggi fyrir því.
  • Eignir skulu ekki veðsettar nema fyrir því liggi samþykki félagsfundar.
  • Haldið er sérstaklega utan um tekjur og kostnað af æskulýðsstarfi félagsins og námskeiðum sem sérstaklega eru ætluð pollum, börnum, unglingum og ungmennum.
  • Fyllsta jafnréttis skal gætt við ákvörðun á launum, hvort sem um er að ræða þjálfara eða aðra starfsmenn félagsins.
  • Í þeim tilvikum sem starfsmenn eru verktakar  skal      landslögum og skattalögum fylgt í hvívetna. Farið skal eftir leiðbeiningum Ríkisskattstjóra.
  • Stjórn félagsins hefur stofnað afreks- og hvatningarsjóð sem hefur það að markmiði að styrkja afreksknapa félagsins í yngri flokkum til frekari afreka og veita styrki til hvatningar knapa í yngri flokkum um framþróun í hestaíþróttum. Sjóðurinn verður fjármagnaður með eftirfarandi hætti:
    • Stofnframlag sjóðsins verður 10% af EBITDA hagnaði félagsins árið 2025.
    • Stjórn félagsins hefur heimild til að leggja í sjóðinn 5% – 10% af EBITDA hagnaði félagsins, þau ár sem félagið er rekið með hagnaði.
    • Sjóðinn er hægt að fjármagna með framlagi opinberra aðila, fyrirtækja eða einstaklinga.
    • Einstaka nefndir innan félagsins geta ánafnað sjóðnum allt að 50% af hagnaði viðburða sem nefndirnar halda.
    • Vaxtatekjur sjóðsins

Halda skal utan um fjármagn sjóðsins á sérstökum bankareikningi í nafni félagsins og skal sjóðurinn hirða þær vaxtatekjur sem inn á þann reikning reiknast. Gjaldkeri félagsins er ábyrgur fyrir vörslu og reikningshaldi sjóðsins.

  • Rekstrarár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.

Samþykkt á stjórnarfundi 19. janúar 2026