Við Fáksmenn blásum til Tommamóts aðra helgina í september ef aðstæður (veður) verða góðar 10. eða 11. sept). Mótið verður stutt og skemmtilegt, keyrt á einum degi og verður. Auðvitað verður keppt í öllum greinum nema í fjórgangi!!!…….nei smá grín því Tomma þótti fjórgangurinn bara vera fyrir „útlendinga“ að spreyta sig á.

Boðið verður upp á eftirtaldar greinar í opnum flokki;
T3
V2
T4
F2
100 m skeið

Veitt verða hin ýmsu verðlaun og m.a. verðlaun fyrir  glæsilegustu tilþrifin, framfaraverðlaun ofl.. Grillveisla verður fyrir keppendur og áhorfendur en allt verður þetta auglýst nánar þegar nær dregur svo það er um að gera að dusta rykið af keppnisgallanum, finna sér skemmtilega húfu til að setja yfir hjálminn og mæta með bros á vör á Tommamótið.

Skráning á sportfeng og skráningargjald kr. 2.500 en allur ágóði mótsins rennur til ungra hestamanna í Fáki.