Skalli Ögurhvarfi og Fákur verða með létt og skemmtilegt T7 töltmót í  TM-Reiðhöllinni laugardaginn 10. febrúar klukkan 13.30. Skráning fer fram í anddyri Reiðhallarinnar klukkan 11 – 12 á laugardaginn.  Skráningargjald er kr 2.000.-

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:  Börn, Unglingar 1,  Unglingar 2,  Ungmenni, Karlar 1, Konur 1, Karlar 2 og Konur 2. 6 hestar komast í úrslit í hverjum flokki og verða úrslit riðin eftir hvern flokk. Mótið er eingöngu fyrir Fáksfélaga.

T7: Í þessari grein eru 2 eða fleiri knapar á hringvellinum í einu.  Atriði eru sýnd samkvæmt fyrirmælum þular eins og lýst er í 5.4.2.   Þeir hefja keppni upp á þá hönd sem þeir eru skráðir í rásröð. Verkefni: 1. Hægt tölt – hægt niður á fet og skipt um hönd.  2. Frjáls ferð á tölti.

 

Kveðja,

Mótanefnd Fáks