Útreiðanefnd Fáks hefur verið endurvakin. Hlutverk nefndarinnar er að standa fyrir félagsreiðtúrum fyrir alla Fáksfélaga. Stefnt er á reglubundna reiðtúra frá Reiðhöllinni ca. annan hvern laugardag kl. 14.00 í vetur og hafa dagsetningar verið ákveðnar sem finna má á viðburðadagatali á heimasíðu Fáks. Áhersla verður lögð á að hafa reiðtúrana passlega langa og fara hæfilega hratt yfir þannig að einn hestur í ágætu formi dugi fyllilega til útreiðatúrsins. Með þessu er vonast til að sem flestir Fáksfélagar á öllum aldri og með misjafna reynslu og reiðfærni geti tekið þátt og fengið stuðning af hver öðrum. Reiðleiðir hverju sinni verða valdar með hliðsjón af veðri og vindum.
Ekki þarf að bóka þátttöku fyrirfram heldur bara mæta með klárinn eða klárana við Reiðhöllina á auglýstum dögum kl. 14.00, klædd eftir veðri hverju sinni.
Undir vorið mun nefndin standa fyrir hefðbundnum reiðtúrum s.s. Hlégarðsreið og lengri reiðtúrum sem verða auglýstir sérstaklega, sjá viðburðadagatalið.
Í nefndinni starfa nú þau Sirrý Gunnarsdóttir s. 8600420 og Gunnlaugur Briem s. 8246406. Endilega heyrið í þeim ef þið hafið spurningar og viljið taka þátt.