Kári Steinsson verður með sýnikennslu á sunnudaginn fyrir æskulýðinn okkar í Fáki (börn, unglingar og ungmenni). Þema sýnikennslunnar er grunngangtegundirnar (fet, brokk og stökk) og mun Kári sýna okkur hvernig hann þjálfar þessar gangtegundir sérstaklega. Stutt og hressileg sýnikennsla þar sem leyndarmálum landsmótssigurvegarans verður ljóstrað upp.
Frítt inn fyrir alla (aðstendendur mega fylgja líka). Sýnikennslan fer fram í TM-Reiðhöllinni sunnudaginn 2. mars kl. 12:00
Allir að mæta og hafa gaman saman, fríar grillaðar pylsur á kanntinum fyrir æskulýðinn, en fullorðnir borga 150 kall.