Hrossaræktarbúið Hamarsey mætir með sína fulltrúa á Stórsýningu Fáks næstkomandi laugardagskvöld. Inga og Hannes í Hamarsey ætla að tefla fram frábærum klárhryssum á sýningunni. Þar á meðal eru Sóldögg frá Hamarsey undan Frakki frá Langholti, Þoku frá Hamarsey undan Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum, Sóllilju frá Hamarsey undan Hákoni frá Ragnheiðarstöðum og Íslandsmeistara síðasta árs, súperklárhryssan Júlíu frá Hamarsey.

Hamarsey hefur getið sér gott orð á síðustu árum þó hrossaræktin sé ung. Búið var tilnefnt til verðlaunanna ‘Hrossaræktarbú ársins’ síðastliðið haust en í fyrra komu meðal annars fram þrjár hryssur frá búinu sem allar fengu 9,5 fyrir tölt.